- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
UT-fulltrúarnir í MA, þær Anna Eyfjörð, Arnfríður Hermannsdóttir og Eva Harðardóttir hafa skrifað grein um menntabúðirnar í MA, og ekki síst nemendamenntabúðir. Greinin ber heitið Menntun og nám – sameiginleg vegferð nemenda og kennara: Um menntabúðir í Menntaskólanum á Akureyri og birtist á veftímaritinu Skólaþræðir.
Menntabúðir hafa nú verið haldnar með reglubundnum hætti í 3 ár. ,,Menntabúðirnar voru skipulagðar í kringum stuttar málstofur eða erindi um ýmsar nýjungar, ráðstefnur sem kennarar höfðu sótt annars staðar frá og tækni í kennslu. Takmarkið var að gera menntabúðir að eðlilegum hluta skólastarfsins og með því skapa virkt og gefandi lærdómssamfélag þar sem kennurum gæfist aukinn möguleiki á að öðlast nýja þekkingu og færni með því að skapa, miðla og taka þátt í umræðum um nám og kennslu."
Auk þess að hafa menntabúðir innan skólans hafa verið haldnar sameiginlegar menntabúðir með SamNor skólunum (framhaldsskólum á Norðurlandi eystra) og tvívegis hafa verið haldnar nemendamenntabúðir en þá stýra nemendur málstofum og þær eru opnar öllum, starfsfólki og nemendum. ,,Þátttaka nemenda í menntabúðum skólans er mikilvægt innlegg inn í skólaþróun, stefnumótun og starf og hefur verið afar áhugavert lærdómsferli. Ekki síst fyrir kennara og starfsfólk skólans sem hefur gefið sér aukinn tíma til þess að hlýða á og taka þátt í umræðum á jafnréttisgrundvelli. Þannig höfum við saman hlúð að mikilvægum grunnþáttum í skólastarfi er snúa að lýðræði og mannréttindum og jafnrétti. En ekki síður að læsi og sköpun þar sem nemendur hafa kynnt sér skólastarf og stefnu með ólíkum hætti, dregið ályktanir og miðlað með fjölbreyttum hætti í menntabúðum. Þá er ljóst að heilsa og vellíðan nemenda fær aukið vægi á þessum vettvangi þar sem umfjöllunarefnin beinast að þeirra hugðarefnum og vellíðan."