- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á yfirstandandi önn hafa nemendur skólans skrifað greinar og fengið birtar á opinberum vettvangi. Greinaskrif nemenda eru hluti af menningarlæsi – þverfaglegum áfanga á öðru þrepi á fyrsta ári. Í áfanganum er reynt að stuðla að auknum áhuga, þekkingu og skilningi nemenda á íslensku samfélagi, sögu þess og tungu. Nemendur eru þjálfaðir í að sýna frumkvæði, beita gagnrýninni hugsun og koma henni á framfæri í ræðu og riti.
Greinaskrifin eru byggð á hugmyndafræði Giljaskólaleiðarinnar en ein af stoðum hennar er merkingarbær ritun. Brynjar Karl Óttarsson kennari í menningarlæsi hefur haft veg og vanda af því að fá greinarnar birtar en hann er jafnframt upphafsmaður Giljaskólaleiðarinnar. Nálgast má greinarnar með því að smella á nöfn greinanna:
Katrín Hólmgrímsdóttir: Stórt skref aftur á bak
Elísabet Ásta Ólafsdóttir: Kassalaga augu og glær andlit
Kara Hildur Axelsdóttir: Eyðir barnið þitt of miklum tíma á netinu?
Júlíus Þór Björnsson Waage: Mötuð afþreying
Rakel Heba Smáradóttir: Þarftu alltaf að hafa símann á þér?
Halldóra Snorradóttir: Hver er ég?
Líney Lilja Þrastardóttir: Stefna í ranga átt
Jón Smári Hansson: Er rétt að stytta framhaldsskólanám?