- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það er alltaf skemmtilegt að fá heimsóknir og í síðustu viku var ys og þys þegar hundruð gesta komu í kynningu á skólanum og fóru í kynnisleiðangra um skólahúsin. Grunnskólanemar á Norðurlandi komu mefnilega í heimsókn í MA vikuna 2. – 6. nóvember.
Um það bil 450 grunnskólanemendur fengu kynningu á námi og félagslífi MA, en sú kynning var í höndum skólafélagsstjórnarinnar. Auk þess var leiðsögn um skólann með kennurum og litið inn í kennslustund. Nemendur búsettir utan Akureyrar fengu einnig kynningu á Heimavistinni.
Það er von okkar að þetta hafi verið ánægjuleg heimsókn og að við sjáum sem flesta hér í haust.