- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni MA var haldin í gærkvöldi fyrir fullu húsi í Hofi. Alls voru flutt 24 keppnisatriði, auk skemmtiatriða. Dalvísku stúlkurnar Gunnhildur Lilja og Selma Rut með lagið Cool People með Chloe x Halle báru sigur úr býtum. Í öðru sæti var Athena Lind Rosauro og Brynjólfur Skúlason í því þriðja. Vinsælasta atriðið í kosningu áhorfenda var svo atriði Hauks Valtýssonar og Telmu Lindar Bjarkadóttur. Hressilegir og söngelskir kynnar voru Oddur Hrafnkell Daníelsson og Júlíus Þór Björnsson Waage. Hina fínu hljómsveit, eða húsbandið, skipuðu Hafsteinn Davíðsson, Pétur Smári Víðisson, Jóhann Þór Bergþórsson og Þórhildur Hólmgeirsdóttir. Sigurvegarar, kynnar og hljómsveit eru allt nemendur í 2. bekk. Dómarar voru Andrea Gylfadóttir, Sturla Atlas og Helgi Sæmundur.