HAM stendur fyrir hugtakið hugræn atferlismeðferð. Í október verður haldið fyrsta HAM - hópnámskeiðið í MA. Um er að ræða tilraunaverkefni sálfræðings skólans, en það er styrkt af Lýðheilsusjóði.

Námskeiðið verður 6 skipti og byggist á því að læra nýjar aðferðir til að geta betur tekist á við og komið í veg fyrir vanlíðan, kvíða, leiða, streitu og vanda af því tagi! Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög góðan langtímaárangur hugrænnar atferlismeðferðar þar sem betri líðan varir löngu eftir að meðferð lýkur.

Þeir sem hafa hug á að skrá sig í námskeiðið geta haft samband við námsráðgjafa eða sent tölvupóst til sálfræðings skólans á netfangið karen@ma.is