- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Slæm veðurspá og illviðri sem gekk yfir vestanvert landið ollu því að minna varð úr starfs- og námskynningarferð sem nemendur 3. og 4. bekkjar í MA höfðu skipulagt. Einhverjir fóru að vísu suður á Háskóladaginn. Ekki er þó öll von úti um að fólk geti kynnt sér framtíðina og námsmöguleika sem þar bíða.
Miðvikudaginn 20. mars verður smækkuð útgáfa af Háskóladeginum í VMA. Hún verður í M-01 kl. 10.30 til 13.00 og er opin nemendum beggja framhaldsskólanna, VMA og MA.
Allir háskólar landsins munu koma og kynna nám sitt: Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Listaháskólinn. Fulltrúar skólanna munu dreifa kynningarefni um skólana og námsmöguleikana og svara spurningum um skólastarfið.
Nemenedum MA er velkomið að líta inn í VMA og nýta sér þessa háskólakynningu.