- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á miðvikudaginn næsta (21. febrúar) verður kynning á háskóla í Róm frá kl. 11:30-12:10 í stofu G22. Um að gera að mæta og kynna sér spennandi valkost á námi erlendis. Allt í lagi að grípa með sér nesti þar sem kynningin fer fram í fyrra hádegishléi.
John Cabot háskólinn er í hjarta Rómar, 1300 manna skóli með nemendur frá Ítalíu, Bandaríkjunum og 72 öðrum löndum vítt og breitt um heiminn. Þar er boðið upp á nám til BA_prófs í fjölmörgum greinum viðskipta-, hagfræði- og hugvísinda, og ennfremur skiptinám í öðrum löndum, eins og nánar verðu kynnt á miðvikudaginn kemur.