- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er 1. desember, fullveldisdagur Íslands, dagur íslenskar tónlistar, alþjóðlegur dagur alnæmis og hinn forni árshátíðardagur Menntaskólans á Akureyri og áður lögboðinn frídagur í skólum.
Nemendur MA halda hátíð sína með pompi og prakt í Íþróttahöllinni á Akureyri annað kvöld, eins og þeir auglýsa á vef sínum. Að þessu sinni eru hraðar hendur við að koma hátíðinni fyrir í höllinni, en nemendur fengu hana til afnota að loknum handboltaleik í gærkvöld. Það verður því handagangur í öskjunni að koma öllu á sína staði og ganga frá viðamikilli dagskrá fyrir smekkfullu húsi af nemendum og starfsfólki skólans.
Gleðilega hátíð!