- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú nálgast 17. júní, skólaslit MA og brautskráning stúdenta. En hátíðahöldin í kringum skólaslitin eru miklu meiri en þau sem skólinn sjálfur stendur að. Fagnaðarfundir gamalla nemenda skólans, margvíslegar samkomur og ferðir afmælisárganganna og MA-hátíðin í Íþróttahöllinni 16. júní setur ekki síður svip á bæjarlífið. Að vanda eru það 25 ára stúdentar sem halda utan um MA-hátíðina ásamt Bautanum, en á síðustu árum hefur farið í vöxt að þeir sem eiga stúdentsafmæli sem standa á hálfum eða heilum tug komi í heimsókn hingað. Mikil samstaða er í mörgum þessum hópum. Til dæmis má taka að 40 ára stúdentar, sem voru 122 talsins, óvenju stór hópur, koma öflugir til leiks, alls hafa 94 úr hópnum staðfest komu sína og alls er hópurinn að mökum meðtöldum meira en 160 manns.
Margir stúdentaárgangar hafa á undanförnum árum komið sér upp vefsíðum. Þar er ýmislegt efni gamalt og nýtt, í máli og myndum, og á vef 25 ára stúdenta eru jafnan upplýsingar um MA-hátíðina. Hægt er að komast á vefi afmælisárganga á þessari tenglasíðu.