- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haustannarblað Munins kom út í morgun og var afhent í löngu frímínútum. Prentlitailmur fyllti Kvosina og nemendur lásu og skoðuðu myndir af miklum áhuga.
Í blaðinu er mikið safn mynda auk greina, viðtala, smásagna og ljóða og auk þess er tískuþáttur og flestar auglýsingar skarta nemendum sem fyrirsætum.
Ritstjóri Munins er Asra Rán Björt Zawarty Samper, og hún er lengst til vinstri á myndinni. Næst henni er Guðmundur Karl Guðmundsson vefstjóri og þá aðstoðaritstjórinn Jóhanna Sigurðardóttir. Gjaldkeri blaðsins kemur næst, Vaka Mar Valsdóttir, og Brák Jónsdóttir greinastýra snýr að Viðari Loga Kristinssyni uppsetningarstjóra. Næstur honum er Ívan Árni Róbertsson myndastjóri, þá Sunna Björk Erlingsdóttir ritari og loks Valtýr Andri Ríkharðsson auglýsingastjóri.
Eins og venjulega ríkti óvenjumikil kyrrð og ró í Kvosinni í lengdum löngu frímínútum meðan nemendur önduðu að sér prentilminum sem var nýkominn alla leið frá Ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík og lásu greinar og skoðuðu myndir af sér og öllum hinum.