- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Órjúfanleg hefð í MA er útgáfu skólablaðsins Munins, en það hefur komið út allt frá árinu 1927. Munins stjórnin hverju sinni annast alla þá vinnu sem þarf að sinna, sér um að safna efni, skrifa greinar, selja auglýsingar, taka myndir, setja upp blaðið og ganga frá því fyrir prentun svo eitthvað sé nefnt.
Haustannarblað Munins kom út í dag. Eins og venja er fylgdi útgáfunni mikil tilhlökkun og í hverju horni mátti sjá spennta lesendur sökkva sér ofan í fróðleikinn. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er umfjöllun um væntanlega sýningu LMA og svo menningarferðina, gangatískan er á sínum stað sem og stjörnuspáin, viðtöl við fyrrum ritsjóra/stýrur Munins og ekki má gleyma setningum úr hinum víðfræga játningakassa. Að lokum má nefna áhugaverðan myndaþátt um tattú og tásur MA-inga, já fjölbreytnina vantar svo sannarlega ekki!
Til hamingju með útgáfuna, stjórn Munins 2024-2025.