- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
1. bekkur BEFH, þeir nemendur sem eru í náttúrfræðihluta Íslandsáfangans, fór í náms og kynnisferð í Mývatnssveit þriðjudaginn 9. október, en áð var við Goðafoss á austurleiðinni. Nemendur höfðu aðstöðu í félagsheimilinu Skjólbrekku og leituðu að ýmsum lífsýnum í umhverfinu og skoðuðu í víðsjá og greindu eftir lyklum, þeir fóru og fræddust um eldgos og skoðuðu gervigíga og fleiri fyrirbæri við Skútustaði, könnuðu mismunandi hraungerðir við Grænavatn og gengu berfættir á apalhrauni, skoðuðu þar jafnframt hvernig hraungrýti var nýtt til bygginga. Þá fóru nemendurnir í Fuglasafn Sigurgeirs, könnuðu það og unnu verkefni og fóru loks á slóðir jarðhitans á hverasvæðinu austan Námaskarðs, þar sem þeir máluðu sig mjög með náttúrlitum leirsins, og í Grjótagjá, þar sem fáeinir nemendur skelltu sér í bað í kvennagjánni, og flestir fóru auk þess í Dimmuborgir.
Myndir úr ferðinni eru komnar hér í Myndasafn.