- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skrifstofur Menntaskólans á Akureyri hafa verið opnaðar að loknu sumarleyfi. Opið er klukkan 8-16 alla virka daga en lokað í hádeginu.
Kveikt verður á aðgangi nemenda að INNU með upplýsingum næsta skólaárs á fyrstu dögum septembermánaðar, stundaskrám, bekkjaskiptingu og bókalistum, svo eitthvað sé nefnt. En haustið nálgast og nemendur eru teknir að huga að bókakaupum. Skiptibókamarkaðir auglýsa notaðar kennslubækur þessa dagana, enda hefst kennsla í öðrum framhaldsskólum á næstu dögum.
Hér á Vef MA er bókalisti komandi skólaárs. Hann er að vísu ekki fullbúinn þar sem ekki hafa borist upplýsingar um kennslubækur frá öllum kennurum, en hann má þó hafa til hlíðsjónar ef nemendur viðja nýta sér tilboð bóksalanna. Að auki er rétt að geta þess að hagsmunaráð nemenda stendur fyrir miðlun notaðra kennslubóka hér innnanhúss dagana í kringum skólastningu.
Skóli verður settur fimmtudaginn 13. september, eins og nánar verður sagt frá hér síðar.