- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Allt tekur enda, árstíðirnar líka. Enda þótt sumum kunni að finnast stutt síðan sumarleyfi skólans hófst er nú svo komið að það nálgast ótrúlega að því ljúki. Þrátt fyrir allt er talsverður firðingur í nemendum og starfsfólki að skólalífið komist á ný í fullan gang. Skólinn verður settur á Sal í Kvosinni á Hólum fimmtudaginn 31. ágúst næstkomandi, fyrr en áður en ögn síðar en aðrir sambærilegir skólar. Almanak skólaársins 2017-2018 er hér.
Skrifstofur skólans hafa verið opnaðar að loknu sumarleyfi starfsfólks þar. Að vanda hefur sumarið verið nýtt til viðhalds og endurbóta á skólahúsunum. Meðal annars hefur verið haldið áfram að endurgera hurðir og dyraumbúnað í Gamla skóla, og þar hafa gangar verið málaðir og lagfærðir á undanförnum árum svo þar er sllt orðið hið glæsilegasta. Þetta er þó aðeins brot af því sem unnið hefur verið.
Áratugum saman hefur Heimavist MA, síðar Heimavist MA og VMA, verið sumarhótel. Fjöldi nemenda skólans hefur haft þar sumarvinnu. Fleiri hafa nýtt sér gistiaðstöðu við skólann en þeir sem sofið hafa á Hótel Eddu. Oft má sjá húsbíla og hjólhýsi á bilastæðum skólans yfir nótt og einstöku sinnum birtast tjöld á grasflötunum. Það nýjasta í gistimálum við skólann bar fyrir augu starfsfólks á skrifstofum skólans í vikunni sem leið. Þá hafði ferðamaður tekið sér ódýra næturgistingu á stéttinni við innganginn í gamla íþróttahúsið okkar. Sýnilega hefur nóttin verið nokkuð köld. Myndina tók Marsilía Sigurðardóttir.
Menntaskólinn á Akureyri býður nemendur, kennara og aðra starfsmenn velkomna til starfa á nýju skólaári.