- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haustannarprófum er flestum lokið. Fyrsti bekkur og þriðji bekkur tungumála- og félagsgreinasviðs luku prófum fyrir helgi. Fáein próf verða mánudag, þá ljúka prófum nemendur í 2. bekk og þeir sem eru á raungreinasviði í 4. bekk. Þeir sem eftir eru ljúka prófum á miðvikudag.
Nemendur geta skoðað einkunnir sínar á Innu, en aðgangur að þeim verður opnaður á mánudag klukkan 13.30.
Að sögn prófstjóra hefur prófhald gengið mjög vel og veikindi hafa ekki hrjáð nemendur svo orð sé á gerandi. Sjúkrapróf verða þó og verða í meginatriðum haldin fimmtudagnn 23. janúar klukkan 9.00. Auglýsing um þau verður birt strax eftir helgi þar sem próftafla er á Vef MA.
Ákveðið hefur verið að dagana 23. og 24. janúar verði haldin endurtökupróf í nokkrum áföngum, einkum til að létta álagi endurtöku á vorönn. Áfangarnir sem um ræðir nú eiga það sameiginlegt að eiga sér ekki framhald á komandi önn. Þeir eru sem hér segir, en próftafla fyrir endurtöku verður auglýst hér á vef MA:
Til þess að fá rétt til að endurtaka próf þarf nemandi að skrá sig í afgreiðslu skólans og greiða próftökugjald, sem er 8.000 krónur á hvert próf. Próftökugjaldið á að leggja inn á reikning 0302-26-827, kt 460269-5129 og senda kvittun á Þorbjörgu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra thorbjorg@ma.is
Sjá nánar reglur um endurtökupróf.
Vorönn hefst miðvikudaginn 29. janúar, og verður nánar gerð grein fyrir því hér. Má gera því skóna að þann dag hafi flestir kennarar prófsýningar, en svo verður skólastarfi öllu snúið í fullan gang.
Myndin er tekin á síðasta prófdegi 1. bekkjar, föstudaginn var.