- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haustþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi fer fram í dag í Menntaskólnum á Akureyri. Þingið sitja á þriðja hundrað kennara allra framhaldsskólanna á svæðinu.
Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari á Laugum, formaður SAMNOR, setti þingið klukkan 10 og nokkrir nemendur fluttu tónlistaratriði. Síðan tók til máls Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis og ávarpaði þingheim. Að því loknu var gengið til dagskrár, en meginefni þingsins að þessu sinni er þjónandi forysta. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir lektor við Háskóla Íslands og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautskólans í Breiðholti höfðu framsögu. Síðan voru málin rædd í hópum og gerð grein fyrir niðurstöðum umræðna.
Að loknu hádegishléi eru faggreinafundir og stefnt að þinglokum klukkan 16.00