- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 1. bekk A, C, D, G og I fóru náms- og kynnisferð til Siglufjarðar miðvikudaginn 17. október og kynntu sér atvinnusögu síldarbæjarins á Síldarminjasafninu, það er að segja í Roaldsbrakka, Gránu og Bátahúsinu. Einnig kynntu þeir sér tónlistarsögu landsins í Þjóðlagasetrinu svo og sögu Siglufjarðar og Siglufjarðarkirkju í kirkjunni.
Nemendur í för voru 122 talsins og auk þeirra 7 kennarar. Auk þeirra tóku þátt í kynningunni starfsmenn Síldarminjasafnsins, Aníta Elefsen og Örlygur Kristfinnsson, Guðrún Ingimundardóttir fyrrrum starfsmaður Þjóðlagaseturs og Sigurður Ægisson sóknarprestur.
Siglufjarðarferðirnar eru fastur liður í Íslandsáfanganum við Menntaskólann á Akureyri en þetta er þriðja árið sem farið er í kynnisferð sem þessa. Það er bæði skemmtilegt og skólanum mikils virði að hafa þetta samstarf við þessar merku stofnanir á Siglufirði og starfsfólk þeirra.