- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Föstudagur er lokadagur sérstakrar heilsuviku og verður síðasti grautardagurinn að sinni. Keppendur á íþróttadegi eru óðum að ljúka við að sleikja sárin.
Síðasta grautardag verðu sérstaklega mikið við haft þegar nemendur mæta í skólann og kennarar hafa eitt og annað viðbit með grautnum auk lýsisins ómissandi. Öruggt er að þráðurinn verður tekinn upp síðar og styrktur, enda er stefna skólans að allir skólaþegnar lifi sem heilbrigðustu lífi.
Íþróttadagurinn var með pompi og prakt á fimmtudag og þar áttust við harðsnúin lið allra bekkja og kennarar tóku einnig þátt í keppninni. Þeir fór með sigur í heldur færri greinum en jafnan áður enda þótt lið þeirra væri óvenjufjölmennt og harðsnúið.
ÍMA, Íþróttafélag MA, skipulagði keppnina og gerði það ágætlega, en stjórn félagsins kallaði til leynigest sem var aðalkynnir á keppninni og brá sér auk heldur í betri stuttbuxurnar og spreytti sig á vellinum. Gesturinn var hinn ljúfi söngvari, ritstjóri og fótboltamaður Jón Jónsson úr Hafnarfirði. Á myndinni er hann með meirihluta stjórnar ÍMA.