Til nemenda og forráðamanna (english below)
Heil og sæl öll sömul.
Þá er fyrsti skóladagur eftir tilkynnta skólalokun senn liðinn. Allir nemendur ættu að hafa fengið upplýsingar frá kennurum sínum hvernig dagskráin verður þessa viku, og jafnvel þær næstu. Mikið mun mæða á ykkur nemendum (og forráðamönnum!) í sjálfsnámi þessar fjórar vikur, en kennarar og starfsfólk skólans er allt af vilja gert til að aðstoða ykkur við námið.
- Miðannarmat hefur nú verið birt á Innu fyrir nemendur í 1. og 2. bekk og eru nemendur og forráðamenn beðnir um að skoða það vel.
- Nemendur eldri en 18 ára eru minntir á að þeir geta gefið foreldrum sínum aðgang að Innu.
- Skráning veikinda/ferða: Nemendur/forráðamenn eru beðnir um að skrá veikindi í Innu með sama hætti og áður. Nemendur eldri en 18 ára geta nú gert það sjálfir.
- Þjónusta stoðteymis, námsráðgjafa og skólasálfræðings, verður áfram í boði. Þau verða með fasta viðtalstíma kl. 10-12. Að auki er alltaf hægt að senda tölvupóst og óska eftir viðtali. Kristín: 455-1580, Lena: 455-1581, Heimir; 455-1582. Sjá líka upplýsingar frá stoðteyminu sem þau sendu fyrir helgi.
- Kennarar munu nota mismunandi aðferðir áfram í þessu heima/fjarnámi líkt og er í staðnáminu, það verður ekki ein ,,ríkisleið“ í því. Það fer nokkuð eftir eðli faga og reynslu kennara hvaða forrit og leiðir verða notaðar.
- Nemendur eru hvattir til að halda stundaskrá eins og frekast er unnt. Hreyfing, svefn og næring er afar mikilvæg og áfram verðum við að rækta vini okkar og hlúa að andanum.
- Allt starfsfólk er að sjálfsögðu við vinnu áfram. Þjónustan og kennslan verður til staðar þótt hún verði með öðrum hætti.
Forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við stoðteymi eða stjórnendur skólans ef þeir hafa áhyggjur, t.d. út af miðannarmati.
Hægt er að senda póst á stjórnendur og á ma@ma.is.
Gangi ykkur – og okkur - vel við þetta verkefni.
Farið vel með ykkur,
Alma, Jón Már, Sigurlaug Anna og Valdís
------------------
To students, parents and guardians
Hello all
The first school day of the closing of schools is almost by. Students should have got information from their teachers about the schedule for this week and even the week after. Students, (and parents/guardians!), will have a heavy load to carry in their private studies the weeks to come, but your teachers and the other members of the school staff are always prepared to help you with your studies.
- Midterm assessment for the first and second year can be found on Inna and students, parents/guardians are asked to look at it closely.
- We want to remind students over 18 years of age that they can give their parents/ guardians access to Inna
- Registration of illness and/or trips: Students, parents/guardians, are asked to register illness in Inna the same way as before. Students over 18 years of age can do it themselves now.
- We will still offer the services of the support team, student counsellors and the school psychologist. Their consultation hours will be between 10 and 12 a.m. It is also possible to send an email and ask for a consultation time. Kristín: tel. 455-1580, Lena: tel.455-1581, Heimir: tel. 455-1582. See also information from the support team they sent just before last weekend.
- Teachers will use various teaching methods in this home/distance study as they do on a daily basis at school, there is no “governmental” method. It also depends on the subjects and the expertise of teachers which computer-programs and methods will be used.
- We encourage students to stick to their schedule as best they can. A good night´s sleep, motioning and good nutrition is very important, and we must still keep in contact with our friends and nurture our spirit.
All the members of staff are working, of course. The services and teaching will continue even though it´s through a different method from before.
Parents/guardians are encouraged to contact the support team or the school administration if they are concerned, e.g. about the midterm assessment.
You can send an email to stjornendur@ma.is and ma@ma.is
Good luck to you – and us – with this project.
Take care
Alma, Jón Már, Sigurlaug Anna and Valdís