- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í næstu viku hefja rúmlega 180 nýnemar nám í 1. bekk í MA. Það er heilmikið stökk að skipta um skólastig og fara úr grunnskólanum sem þau þekkja vel í nýjan skóla. Fyrir nemendur sem búa utan Akureyrar eru viðbrigðin mun meiri því þau þurfa líka að flytjast að heiman. Mjög mörg þeirra búa á heimavistinni sem er sameiginleg MA og VMA og rekin af sjálfseignarstofnuninni Lundi. Heimavistin er nú fullskipuð, alls 325 íbúar, 150 MA-ingar og 175 nemendur frá VMA.
Móttaka MA-inga á heimavistinni er þriðjudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 18:00 og miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 17:00.