- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í fjölmiðlum um helgina var viðtal við taugasérfræðinginn Jonas Bergquist frá Háskólanum Uppsölum í Svíþjóð. Hann hélt erindi á Læknadögum á málþingi um langtímaáhrif Covid-19 og skyldleika þeirra við ME-sjúkdóminn. Hann kom í heimsókn í MA í síðustu viku ásamt Friðbirni Sigurðssyni krabbameinslækni en hann hefur sérstakan áhuga á að koma á þjónustu á Akureyri við ME sjúklinga og þá sem þjást af langtíma eftirstöðvum Covid19. Þar eru tengsl við Akureyrarveikina sem var faraldur árin 1947-1948. Menntaskólinn á Akureyri kom þar mikið við sögu því það komu upp svo mörg smit í skólanum, sérstaklega á heimavistinni. Helmingur nemenda á heimavist MA smitaðist en einungis um fimmtungur þeirra nemenda sem bjuggu utan vistar. Í skólaskýrslu MA 1948-49 kemur einmitt fram að margir nemendur þurftu að hverfa frá námi eða taka sér hlé vegna veikinda. Læknarnir skoðuðu gömlu heimavistarherbergin á Suðurloftinu til að setja sig betur inn í aðstæður nemenda á þessum árum.