- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í lokaáfanga íslenskulínu, þar sem fjallað er vítt um breitt um menningu og skapandi listir, brugðu sér ásamt Sverri Páli í heimsókn á Listasafnið á Akureyri í dag. Í áfanganum er gert ráð fyrir um það bil 10 slíkum vettvangsheimsóknum hjá hverjum nemanda þótt ekki þurfi allir alltaf að fara á sömu staði.
Í Listasafninu á Akureyri var ákaflega vel tekið á móti hópnum þótt hann kæmi þar alveg fyrirvaralaust. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins var á staðnum og bauð hópnum að fara með honum kynningarferð um safnið, sem var vel þegið. Þarna var aðalsýningin yfirlitssýning á verkum hinnar merku Listakonu í Fjörunni, Elísabetar Geirmundsdóttur, og leiddi Guðrún Pálína hópinn um hana og líka um skammtímasýninguna Skilyrði: Frost eftir Thoru Karlsdóttur. Enn fremur fór Guðrún Pálína með hópinn yfir í Ketilhúsið og gerði grein fyrir sýningunni Svelgir, með prjónaverkum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur.
Þetta var skemmtileg og lærdómsrík vettvangsferð og ástæða til að þakka Listasafninu og Guðrúnu Pálínu kærlega fyrir frábærar móttökur.