Hér i skóla er í heimsókn hópur frá Latin School of Chicago. Nemendahópar þaðan hafa komið í heimsókn hingað í allmörg ár undir leiðsögn tveggja kennara, Steven Coberly og Kenneth Bowen. Hópurinn kom til landsins á sunnudag, fór í gær í góðviðrisferð um Mývatnssveit en í morgun fóru gestinir í hópum í tíma í MA og kynntu Chicago, gerðu grein fyrir skólanum og félagslífinu og sögðu frá hafnabolta, enda vann lið frá Chicago svokallaða World Series nú í vetur í fyrsta sinn í 108 ár.

Á morgun fer hópurinn suður og skoðar sig um á suðvesturhorninu áður en snúið er til baka til Bandaríkjanna. Kom fram í frásögn krakkanna að á hverju ári væru uppbrotsdagar eins og þessir og hópar færu þá vítt og breitt um heiminn eða skoðuðu sig um í Bandaríkjunum og núna væri einn hópurinn í eins konar Survivor-raunveruleikadagskrá í sjálfri heimaborginni, Chicago.

Myndin var tekin þegar nokkrir gestanna tóku 1. bekk G í stutt námskeið í grunnatriðum hafnabolta.

Hafnabolti