- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðastliðinn sunnudag komu gestir frá Latin School í Chicago í heimsókn í MA. Gestirnir dvöldust hér fyrir norðan í nokkra daga þar sem þeir heimsóttu kennslustundir í MA og ræddu við nemendur um lífið, námið, umhverfið og fleira heima í Illinois.
2. bekkur V var gestgjafi að þessu sinni og krökkunum til halds og trausts, og tók gestina meðal annars á örnámskeið í handbólta, sem er yfirleitt afar framandi Bandaríkjamönnum. Gestirnir fóru, eins og alltaf hefur verið gert, austir að Mývatni í fylgd Jónasar Helgasonar fyrrverandi kennara við skólann. Þeir skemmtu sér líka konunglega á hestbaki í Grýtubakkahreppi, fóru á sleða á Kaldbak og kynntu sér helstu ísbúðirnar hér á Akureyri. Héðan fór svo hópurinn eldsnemma á fimmtudag áleiðis suður til fundar við forseta Íslands og þar voru auk þess á dagskrá skoðunarferðir áður en haldið var heim á leið.
Kennararnir með í för voru Steven Coberly sem hefur fylgt hópnum frá upphafi og Tim Kendrick.
Fleiri myndir eru inni á Facebooksíðu skólans.