FER103 í Hofi
FER103 í Hofi

Nemendur í FER103, fyrsta áfanga á ferðamálakjörsviði, fóru í gær í kynnisferð í menningarhúsið Hof, sem opnað verður með viðhöfn í ágústlok í sumar.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs, fór með hópinn í skoðunarferð um húsið og kynnti möguleika þess og væntanlega starfsemi og þá nýju möguleika sem munu bjóðast í margvíslegri menningu með tilkomu þess, ekki síst í tengslum við ferðamennsku og ferðaþjónustu. Þá var einnig skoðuð aðstaðan sem Tónlistarskólinn á Akureyri fær í þessu mikla húsi.

.