- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kennarar í menningar- og náttúrulæsi fóru í morgun í kynnisferð í Menntaskólann á Tröllaskaga og í för með þeim voru aðstoðarskólameistari og brautarstjóri. Þar kynntu Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fyrir okkur skólaskipanina og námsfyrirkomulagið svo og hugmyndafræðina að baki skólanum. Það var afar fróðlegt og forvitnilegt.
Eftir afar góðan málsverð á Kaffi Klöru var svo farið í kynnisferð um skólann og litið inn í kennslustofur, vinnurými og félagsaðstöðu.
Þetta var góð og gagnleg heimsókn og við þökkum kærlega fyrir okkur sem fórum. Framundan er að efla samstarf skólanna á svæðinu og þessi kynnisferð gaf ýmar góðar hugmyndir sem nýtast munu þar.
Myndina tók Gísli Kristinsson í MTR.