- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Gestkvæmt var í Menntaskólanum á Akureyri á þriðjudag og miðvikudag þegar rúmlega fjögur hundruð nemendur í 10. bekkjum grunnskóla komu í kynnisheimsókn með kennurum sínum.
Fyrri daginn komu nemendur Akureyrarskólanna, alls 224 talsins, en seinni daginn komu nemendur úr Eyjafirði og skólum á Norðausturlandi austan Vaðlaheiðar, alls 183 talsins. Þeir nýttu daginn einnig til að heimsækja VMA og Heimavist MA og VMA.
Kynningarnar í MA eru nánast alfarið í höndum nemenda sem kynna hvort tveggja nám og félagslíf. Síðan fara gestirnir í göngu um skólahúsin og líta inn í kennslustundir með námsráðgjöfum og stjórnendum. Sumir hittu skólameistara í Meistarastofu þar sem hann sagði þeim meðal annars frá Beininu og uppruna orðtaksins að vera tekinn á beinið. Í heimsókn í kennslustundir voru líka stuttar kynningar á skóladeginum og hinn óopinberi skólasöngur, Hesta-Jói, hljómaði oft og víða þessa tvo daga.
Myndina tók Auður Gauksdóttir þegar Húsvíkingar heimsóttu 2T.