Það er búið að vera líflegt í Menntaskólanum síðustu tvo miðvikudaga því þá komu grunnskólanemar á Norðurlandi í heimsókn og fengu kynningu á skólanum og fóru í könnunarleiðangra um skólahúsin.

Um það bil 300 grunnskólanemendur fengu kynningu á námi og félagslífi MA, en sú kynning var í höndum skólafélagsstjórnarinnar. Auk þess var leiðsögn um skólann með kennurum og litið inn í kennslustund. Nemendur búsettir utan Akureyrar fengu einnig að kynna sér Heimavistina.

Það er von okkar að þetta hafi verið ánægjuleg heimsókn og að við sjáum sem flesta hér í haust.

Námsráðgjafarnir hafa yfirumsjón með kyningunum og Heimir Haraldsson sendi nokkrar myndir af gestunum. Þær eru miklui fleiri á Facebook.