Hildur Hauksdóttir
Hildur Hauksdóttir

Nú á dögunum kom út bók sem er afrakstur samstarfshóps frá Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Að bókinni koma bæði fræðimenn og fulltrúar kennarasambanda. Bókinni er ætlað að varpa frekara ljósi á gildi leiðsagnar með nýjum kennurum og byggir á rannsóknum í ofangreindum löndum. Íslenski kaflinn er skrifaður af Birnu M. Svanbjörnsdóttur og Maríu Steingrímsdóttur fyrir hönd Háskólans á Akureyri og Hildi Hauksdóttir enskukennara hér í MA. Rannsókn Birnu, Maríu og Hildar snéri að reyndum kennurum sem luku sérstakri námsleið í starfstengdri leiðsögn við HA. Niðurstöður þeirra benda til þess að námsleiðin skili sér í öflugri starfsþróun m.a. með breyttum starfsháttum og faglegri orðræðu.

Hildur hefur kennt við MA frá 2004 auk þess sem hún hefur kennt við fyrrnefnda námsleið í HA. Hún skrifaði meistararitgerð sína um líðan nýliða í kennslu á framhaldsskólastigi og þróaði í kjölfarið starfstengda leiðsögn fyrir nýja kennara í MA, svokallað Nýliðakaffi. Það er hennar útfærsla á finnsku verkefni sem kallast Verme og sagt er frá í bókarkaflanum.

Bókin er fyrst um sinn rafræn og má finna á þessari slóð:

https://press.nordicopenaccess.no/index.php/noasp/catalog/book/105?fbclid=IwAR2p8Lpg6TBonvoiA6RUE3DHWkXn3W5duigYqeXWEWfvHh7hD9h2l-Z-2_g

Menntaskólinn óskar Hildi, Birnu og Maríu innilega til hamingju með bókarkaflann.