- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 verður haldin á Selfossi laugardaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Fulltrúi skólans er Hjördís Inga Garðarsdóttir en hún er á fyrsta ári á sviðslistabraut. Hjördís syngur lagið Lose Control. Hún segir að það hafi verið hálfgerð tilviljun að þetta lag var fyrir valinu, hún þekkti það ekki fyrir en rakst á það á Spotify og fannst það mjög skemmtilegt. Hjördís segist hafa verið syngjandi allt sitt líf og við eigum eflaust eftir að heyra mikið frá henni í framtíðinni, enda býr hún yfir miklum hæfileikum. Hún söng lagið á söngsal í vikunni og sýndi þar svo um munaði hvað í henni býr.
Við óskum Hjördísi góðs gengis í keppninni. Númerið hennar er 900-9114.