- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á vef Morgunlaðsins mbl.is er í dag sagt frá verðlaunahöfum í snilldarlausnakeppni Marels. Nemendur MA fengu sérstaka viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins fyrir hlut sem líklegastur þykir til framleiðslu, hleðslutækjahaldara. Allir kannast við þann vanda að þurfa að hlaða nútímatæki eins og síma og spiladósir hvers konar. Finnist innstunga er hún oft hátt á vegg og ekkert víst að hægt sé að leggja frá sér hlutinn sem hlaða á. Þetta þarf því oft að liggja á gólfi og verða fyrir fótum þeirra sem um ganga.
Steinar Eyþór Valsson, Agnes Eva Þórarinsdóttir, Harpa Lind Konráðsdóttir, Kolbrún Helga Hansen í 4. bekk T og Sigrún Helga Andrésdóttir í 4. bekk F fundu lausn á þessum vanda, sem sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni á mbl.is.