- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í síðustu viku var tónlistarkeppnin Viðarstaukur haldin í 40. sinn. Skólameistari flutti stutta tölu í upphafi og sagði frá tónlistarhátíðinni Woodstock sem Viðarstaukur dregur nafn sitt af, og frá fyrsta Viðarstauknum 1983.
Alls tóku 8 atriði þátt að þessu sinni og þrjú laganna voru frumsamin. Hljómsveitin Skandall bar sigur úr býtum með lagið Higher and higher eftir Jet Black Joe. Hljómsveitina skipa Inga Rós (söngur), Sóley Sif (hljómborð), Sólveig Erla (þverflauta), Margrét Sigurðardóttir (bassi), Kolfinna Ósk (tambúrína) og Guðjón (trommur). Þess má geta að öll, nema Guðjón, eru íbúar á heimavistinni.
Í öðru sæti var hljómsveitin Eldsnoði með frumsamda lagið Saviour. Hljómsveitina skipa Aron (söngur), Daníel og Ísleifur (gítar), Ívar (bassi) og Bjarmi (trommur).
Í þriðja sæti var PBS (poets, bullets, society) með lagið La Seine. Það voru þau Amanda og Mahaut (söngur), Axel (gítar), Elías (kontrabassi) og Guðjón (trommur).
Dómnefndina skipuðu Daníel Þorsteinsson, Egill Jónasson og Haukur Pálmason.
Fyrsti Viðarstaukurinn var sem sagt haldinn 1983, og hefur hátíðin verið haldin flest ár síðan. Fyrsta árið sigraði hljómsveitin Ærufákar sem var skipuð þeim Pétri St. Hallgrímssyni, Baldvini Ringsted, Friðriki Halldórssyni og Guðmundi Hansen. Hljómsveitin var svo endurvakin á 10 ára afmælishátíð Viðarstauks. Um árabil var líka haldinn Stiðarvaukur, sem var einnig hljómsveitarkeppni en í þeirri keppni áttu þátttakendur að spila órafmagnað.