Tertan góða
Tertan góða

Nemendur sem eru á hraðlínu í 1. bekk í vetur eru tíundi hópurinn sem er á hraðlínu - kemur beint í MA úr 9. bekk grunnskólans Á hraðlínu fá nemendur heldur meira utanumhald en aðrir fyrstubekkingar, til að brúa bilið yfir 10. bekk, en fara síðan í annan bekk með öðrum nemendum.

Í stuttu máli má segja að hraðlínan hafi gefist vel og nemendurnir ungu semja sig að skólakerfinu og félagsstarfinu ekki síður en þeir sem koma í skólann árinu eldri, skipa sér meðal annars í hóp þeirra sem ná góðum árangri í námi. Þess má að vísu geta að í reglulegum 1. bekk eru alltaf nokkrir jafnaldrar hraðlínunemenda, þeir sem hafa farið yfir bekk í grunnskóla, og dæmi eru um nemendur sem hafa farið á hraðlínu og líka farið yfir bekk í grunnskóla og lokið stúdentsprófi 18 ára.

Í morgun var þessara tímamóta minnst á Sal í gamla skóla og boðið upp á magnaða súkkulaðitertu með rjóma. Margir eldri nemendur af hraðlínu slógust í hóp með krökkunum í 1. bekk I og fengu sér bita af hátíðartertunni.

Hér er 1. bekkur I, tíundi hraðlínubekkurinn, og tertan:
1I

Hér er 1. bekkur I og brot af eldri hraðlínunemendum:
Hrað

Hildur Hauksdóttir og Alma Oddgeirsdóttir hafa annast hraðlínuna og skáru tertuna fyrir gesti:
Hildur og Alma

Tertan beið - en ekki lengi:
Tertan

Tveir úr Rauðu myllunni, annar á fjórða ári, hinn á fyrsta, Arnaldur og Alfreð:
Arnaldur og Alfreð