- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þó svo að forinnritun í MA fyrir haustið 2020 sé lokið er enn opið fyrir innritun á hraðlínu MA. Hraðlínan er orðinn mikilvægur hluti af skólastarfinu okkar í MA og hefur verið svo frá árinu 2005 þegar henni var komið á fót. Sú breyting að stytta nám til stúdentsprófs hafði óneitanlega áhrif á aðsókn á hraðlínuna en enn kýs hópur nemenda úr 9. bekk að innritast í MA enda um frábært tækifæri að ræða fyrir öfluga námsmenn. Nú fara hraðlínunemendur beint inn á þær brautir sem þeir velja og geta, rétt eins og aðrir nemendur í MA, lokið námi á þremur árum, þremur og hálfu eða fjórum árum.
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2020 og allar nánari upplýsingar veitir verkefnastýra Hildur Hauksdóttir, hildur@ma.is, og svo má lesa um hraðlínuna hér.