MA býður faðminn
MA býður faðminn

Kynningarfundur um námið á hraðlínu fyrir nemendur sem koma í MA beint úr 9. bekk verður mánudaginn 1. mars kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Kvos Menntaskólans á Akureyri, gengið inn frá Þórunnarstræti.

Hraðlínan við MA miðar að því að koma til móts við nemendur sem hafa lokið 9. bekk grunskóla, og hafa áhuga og getu til að flýta námi sínu til stúdentsprófs um eitt ár. Á brautinni er áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti og námsmat og reynt er eftir megni að miða námið að þörfum hvers og eins. Hraðlínan hefur gengið mjög vel, nemendur hafa aðlagast vel í skólanum og náð afbragðs árangri. Við inntöku er litið til þriggja þátta: skólaeinkunna, umsagnar frá grunnskóla og viðtala við nemendur og foreldra. 

Kynningarfundurinn er afar heppilegur fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina á hraðlínunni, en nemendum og forráðamönnum þeirra er auk þess velkomið að leita frekari upplýsinga hjá stjórnendum skólans og námsráðgjöfum í síma 455-1555 eða á netfangið alma@ma.is. Einnig er nánari upplýsingar að finna á vef skólans www.ma.is. Umsóknarfrestur um námið er til föstudagsins 21. maí, umsóknareyðublöð verður hægt að nálgast á vef skólans.

.