- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri vekur athygli á almennri braut - hraðlínu við skólann. Á þessari námsbraut gefst nemendum 9. bekkjar, sem hafa mikinn áhuga á bóklegu námi og gengur afbragðsvel í skólanum, tækifæri til að setjast í framhaldsskóla strax eftir 9. bekk.
Á almennri námsbraut, hraðlínu, taka nemendur sömu áfanga og kenndir eru á fyrsta ári í MA, auk þess að ljúka viðfangsefnum 10. bekkjar. Næsta vetur verður kennt í einum litlum hópi, 15-20 nemendum. Áhersla verður lögð á góða samvinnu við foreldra, öfluga umsjón með nemendum, góð vinnubrögð og að tengja saman námsefni grunn- og framhaldsskóla. Að loknu þessu ári geta nemendur sest í 2. bekk í MA.
Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 17 verður árlegur kynningarfundur um hraðlínuna í Kvosinni á Hólum í MA, gengið inn frá Þórunnarstræti. Áhugasamir 9. bekkingar og forráðamenn þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir. Verkefnisstjóri almennrar brautar, námsráðgjafi, stjórnendur skólans auk nemenda á hraðlínu verða til skrafs og ráðagerða.