Hraðlínunemendur í náttúrlæsisleiðangri
Hraðlínunemendur í náttúrlæsisleiðangri

Hraðlína MA er stundum nefnd leið til að flýta námi til stúdentsprófs. Kynning á hraðlínu verður fimmtudaginn 27. febrúar.

Í Menntaskólanum á Akureyri hefur um árabil verið hraðlína á almennri braut. Á þessa námsbraut koma beint úr 9. bekk nemendur, sem hafa mikinn áhuga á bóklegu námi og hefur gengið afbragðsvel í grunnskólanum sínum. Með þessu móti gefst þeim kostur á að ljúka stúdentsprófi ári fyrr en ella

Nemendur á hraðlínu taka sömu áfanga og kenndir eru á fyrsta ári í MA og ljúka auk þess viðfangsefnum 10. bekkjar. Hraðlína er á hverju ári einn bekkur með 15-20 nemendum. Áhersla er lögð á góða samvinnu við foreldra, öfluga umsjón með nemendum, góð vinnubrögð og tengsl námsefnis grunn- og framhaldsskóla. Að lokinni hraðlínu setjast nemendur með öðrum nemendum fyrsta bekkjar í 2. bekk.

Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17 verður árlegur kynningarfundur um hraðlínuna í Kvosinni á Hólum í MA. Áhugasamir 9. bekkingar og forráðamenn þeirra eru hjartanlega velkomnir. Á fundinum munu núverandi nemendur á hraðlínu, stjórnendur og námsráðgjafar skólans segja frá náminu og sitja fyrir svörum gesta.