Hraðlínukynning 2012
Hraðlínukynning 2012

Góður hópur nemenda úr 9. bekkjum grunnskóla og forráðamenn þeirra komu á kynningu á hraðlínu Menntaskólans á Akureyri á þriðjudaginn var. Kynningin fór fram í stofu M9 í Möðruvallakjallara, sem nú er fyrirlestrasalur og rúmar allt að 80 manns í sæti.

Skólameistari ávarpaði gesti og gerði stutta grein fyrir tilkomu hraðlínunnar og reynslu af henni. Alma Oddgeirsdóttir brautarstjóri gerði nánari grein fyrir inntöku og námsfyrirkomulagi og nemendur sem nú eru í 1. bekk I, hraðlínubekknum, sögðu frá reynslu sinni.

Myndin var tekin um það bil að kynningin hófst.