- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á tungumálasviði í 3. bekk eru í áfanga sem heitir Evrópa – menning og saga og er markmið hans, eins og gefur að skilja, að kynnast menningu annarra Evrópuþjóða.
Í gær kom hópur erlendra gesta í heimsókn og var sett upp nokkurs konar hraðstefnumót á milli íslensku nemendanna og útlendinganna. Nemendurnir áttu að velja sér efni til að fræðast um. Meðal efna voru matarmenning, iþróttir, tónlist og skólakerfið. Erlendu gestirnir sátu hver við sitt borð og fengu að jafnaði tvo nemendur til sín í þrjár mínútur í senn. Eftir það var bjöllu hringt og íslensku nemendurnir færðu sig á næsta borð. Þannig fengu þeir tækifæri til að spjalla við fólk héðan og þaðan úr Evrópu. Þeirra bíður svo verkefni þar sem þeir fjalla um efnið sem þeir völdu og nota upplýsingarnar sem þeir fengu til að gera samanburð á milli landa.
Flestir erlendu gestirnir eru skiptinemar við HA en hópurinn þaðan var ekki nógu stór svo kennarar máttu leita uppi aðra útlendinga, meðal annars skiptinema í MA, kennara við skólann og au-pair stúlkur úti í bæ. Hópurinn samanstóð af Þjóðverjum, Slóvökum, Finna, Svía, Letta, Frökkum, Ítala, Spánverjum, Portúgala og Svisslendingi. Í lokin var boðið upp á veitingar og gafst hópnum þá tækifæri til að halda áfram spjalli.
Hraðstefnumótið þótti takast vel, erlendu gestirnir voru hæstánægðir að koma og hitta Íslendinga og nemendurnir höfðu sumir orð á að þetta væri skemmtilegasti tími sem þeir hefðu farið í.