- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Efnt er til samkeppni um merki (lógó) fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA er frjálst að taka þátt í samkeppninni og er frestur til að skila inn tillögum til 24. mars nk.
Merkið þarf að henta fyrir ýmiskonar kynningarefni (s.s bréfsefni, umslög og auglýsingar). Æskilegt er að merkið sé einfalt í prentun og í einum lit.
Dómnefndin sem skipuð er skólameisturum MA og VMA, heimavistarstjóra, fulltrúa heimavistarráðs og fulltrúa Lundar, velur úr innsendum tillögum. Athugið að Lundur ses áskilur sér rétt til að nýta ekki vinningstillögun.
Veitt verða peningaverðlaun að upphæð 25.000 krónur fyrir bestu tillöguna. Úrslit verða kynnt á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. á opnu húsi heimavistar, en þar verður jafnframt hægt að skoða þær tillögur sem bárust.
Tillögum að merkinu/lógóinu skal skila til Heimavistar MA og VMA, Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri á tölvutæku formi í umslagi merktu með dulnefni. Í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.