- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á nýju ári stendur jafnréttisnefnd KÍ (JAKÍ) fyrir hugverkasamkeppni meðal nemenda á öllum skólastigum. Markmiðið er að vekja skólasamfélagið til meðvitundar um mikilvægi jafnréttis.
„Jafnrétti er einn grunnþátta menntunar og á hann að koma við sögu í allri skólagöngu hvers barns á Íslandi“ segir í kynningarbréfi JAKÍ.
Í kynningarbréfinu má finna nánari upplýsingar um keppnina. Þar má finna yfirlit yfir nokkur hugtök jafnréttis og útskýringar á þeim. Reiknað er með að þátttakendur velji sér hugtak úr listanum til að vinna verk sitt út frá með aðstoð kennara. Von JAKÍ er að kennarar taki þessari nýbreytni fagnandi og nýti hana sem skemmtilegt uppbrot í kennslunni nú í byrjun árs.
Á vef Kennarasambands Íslands segir enn fremur um samkeppnina: Kennurum er í lófa lagið að velja hugtök sem henta og laga útskýringarnar að sínum aldurshópi. Samkeppnin er einstaklingskeppni en þó er ekkert því til fyrirstöðu að tveir eða fleiri taki sig saman um að senda hugverk í keppnina. Þátttakendum eru ekki settar neinar skorður við sköpun sína en koma þarf fram í verkinu á einhvern hátt hvaða hugtak veitti innblástur.
Senda skal hugverk á netfangið jaki@ki.is fyrir 1. mars 2021.