Gott er að hvíla lúin bein á þægilegum stólum. Mynd: ma.is
Gott er að hvíla lúin bein á þægilegum stólum. Mynd: ma.is

Þórunn Edda Þorbergsdóttir skrifar.

Eins og flestir vita skiptist MA í þrjár megin byggingar. Hólar, Möðruvellir og Gamli skóli. Ég ákvað að leggjast í smá rannsóknarvinnu til þess að komast að því hvaða bygging er best. Ég talaði við nokkra krakka á fyrsta ári í von um að fá svör.

Gamli skóli

Fyrsta fórnarlambið mitt í þessari rannsókn er stelpa 1. bekk. Það fyrsta sem ég spurði hana að er hvað henni finnst um stólana. Hún segir að þeir séu fínir en frekar ,,basic“. Hún gefur þeim 8 af 10 þar sem 10 er best. Einnig spurði ég hana hvað henni finnst um aðstöðuna til slökunar og hún segir að sófarnir séu bara fínir.

Nú er komið að mikilvægustu spurningunni: Hvernig eru klósettin og hvað myndir þú gefa þeim á skalanum 1-10? Samkvæmt henni eru klósettin í gamla skóla mjög fín en henni finnst vanta hurð við innganginn. Hún gefur klósettunum 6,5 af 10.

Möðruvellir

Þá er komið að strák í 1. bekk. Hann gefur stólunum á Möðruvöllum 7 af 10 og segir að þeir séu bara góðir. Samkvæmt honum eru sófarnir fyrir framan stofuna hans fínir.

Hann segist ekki hafa sterkar skoðanir á klósettunum en finnst þau vera fín. ,,Hvað meira geturðu beðið um af klósettum“ segir hann og gefur þeim 8.

Hólar

Að lokum er það stelpa í 1. bekk. Að hennar mati eru stólarnir á Hólum ekkert sérstakir. Hún hefur heyrt að fólk fái illt í bakið við að sitja í þeim og gefur þeim 6 af 10. Hún heldur að það væri örugglega frábært að eyða frímínútunum sínum á Hólum því þar er fullt af plássi.

Klósettin eru að hennar mati mjög fín. Þau eru alltaf frekar snyrtileg og það er sniðugt að þar séu dömubindi. Þess vegna gefur hún þeim einkunnina 8 af 10 sem er bara mjög gott.

Niðurstaða

Eftir þessi viðtöl hef ég komist að því að bestu klósettin eru á Hólum, bestu stólarnir eru í Gamla skóla og aðstaða til slökunar er góð í þeim öllum. En hvaða bygging er þá best? Allar þessar byggingar hafa sína kosti og galla. Ég vona bara að Covid-19 fari að lagast svo við getum flakkað á milli og upplifað dýrð MA. Þá fyrst getum við fengið niðurstöðu við þessari spurningu.

 

Umfjöllun Þórunnar er hluti af verkefni í menningarlæsi á fyrsta ári. Sjá Nemendur þefa uppi fréttir í MA.