- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eins og fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær er enn óljóst hvenær skóli verður settur næsta haust. Ekki hefur verið inni í umræðunni að flytja skólaárið alla leið að upphafi annarra framhaldsskóla, heldur til mánaðamóta ágúst/september. Stefnt hefur verið að því að með breytingunni megi ljúka prófum fyrir jólaleyfi.
Nú kemur fram í nýjum tillögum að fjáraukalögum að veitt verði fé til flutningsins, en ekki þeirri upphæð sem menntamálaráðuneytið sótti um. Að sögn Jóns Más Héðinssonar skólameistara dugar fjárhæðin sem um ræðir til að flytja skólabyrjun fram um einhverja daga, en ekki til mánaðamóta. Eftir er að sjá hvort eitthvað gerist frekar í þessum fjárveitngamálum, en að sögn Jóns Más verður það að verða ljóst sem fyrst í janúar. Það skipti öllu máli svo hægt sé að hefja undirbúning að skipulagi næsta skólaárs.
Hvernig sem mál þróast um skólaárið, upphaf þess og lengd, er stefnt að því að brautskráning frá Menntaskólanum á Akureyri verði héðan af sem hingað til bundin þjóðhátíðardeginum 17. júní.