25 ára stúdentar rifja upp Söngsal 2008
25 ára stúdentar rifja upp Söngsal 2008

Söngsalur er einhver elsta hefð í MA. Þar hefur margur píanósnillingurinn leikið undir söng nemenda gegnum tíðina. En hverjir hafa spilað á Söngsal?

Lengi vel framan af var það svo að þegar tókst að fá skólameistara til að leyfa söng á Sal var gripið til næsta tiltæks píanóleikara, svo trúlega hafa mörg árin verið fleiri en einn og fleiri en tveir spilarar. Þannig finnst þeim sem þetta skrifar að fyrsta árið hans í MA hafi Jóhannes Vigfússon, Jón Hlöðver Áskelsson og Haukur Heiðar allir gripið í að spila á Söngsal. Löngu síðar var þetta rekið í fastari skorður og valinn eða tilnefndur píanóleikari til næstu ára. Og fráfarandi píanóleikari átti það til að benda á arftaka sinn. Þá var píanóleikarinn orðinn að embætti og kallaður konsertmeistari og enn síðar færðist það í fang konsertmeistarans að vera líka forsöngvari. Hefðirnar breytast þótt þær lifi.

Nú hefur verið settur saman listi yfir píanóleikara á Söngsal frá 1964 til okkar dags. Þessi skrá er langt frá því að vera fullkomin eða rétt, reyndar sett saman eftir minni margra, því þetta er hvergi skráð, en okkur hér í MA langar til að fá hana rétta. Þess vegna viljum við biðja þá sem vita betur að koma til okkar leiðréttingum og lagfæringum og eins væri indælt ef einhverjir vildu stoppa í götin og bæta við það sem hér er:

  • Er einhvers staðar rangt með farið í þessum lista??
  • Voru fleiri en einn á flyglinum einhver árin? Hverjir?
  • Hver spilaði á árunum 1972-1974 (frá því Hörður Áskels hætti og Ásgeir Böðvars byrjaði)?
  • Hverjir spiluðu á söngsal fyrir 1964?

Vinsamlega sendið leiðréttingar, lagfæringar og vðbætur í tölvupósti á svp@ma.is

Bráðabirgðalistinn er á þesssa leið:

2014-15 Fannar Rafn Gíslason
2013-14 Bjarni Karlsson
2012-13 Bjarni Karlsson
2011-12 Jóhann Axel Ingólfsson
2010-11 Jóhann Axel Ingólfsson
2009-10 Þorvaldur Örn Davíðsson
2008-09 Axel Ingi Árnason
2007-08 Þorvaldur Örn Davíðsson
2006-07 Axel Ingi Árnason
2005-06 Sigurður Helgi Oddsson
2004-05 Sigurður Helgi Oddsson
2003-04 Sigurður Helgi Oddsson
2002-03 Elvar Ingi Jóhannesson
2001-02 Elvar Ingi Jóhannesson
2000-01 Laufey Sigrún Haraldsdóttir
1999-00 Laufey Sigrún Haraldsdóttir
1998-99 Hildur Inga Rúnarsdóttir
1997-98 Sigurður Hannesson
1996-97 Sigurður Hannesson
1995-96 Bergur Ingi Guðmundsson
1994-95 Einar Örn Jónsson
1993-94 Einar Örn Jónsson
1992-93 Einar Örn Jónsson
1991-92 Sunna Sigurðardóttir
1990-91 Sunna Sigurðardóttir
1989-90 Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir
1988-89 Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir
1987-88 Sigrún Jónsdóttir?
1986-87 Óskar Einarsson
1985-86 Aðalheiður Þorsteinsdóttir
1984-85 Jóhann Ólafur Ingvason
1983-84 Sindri Már Heimisson
1982-83 Sindri Már Heimisson
1981-82 Sindri Már Heimisson
1980-81 Gunnar Gunnarsson
1979-80 Gunnar Gunnarsson
1978-79 Örn Magnússon
1977-78 Örn Magnússon
1976-77 Kristinn Örn Kristinsson
1975-76 Kristinn Örn Kristinsson
1974-75 Ásgeir Böðvarsson
1973-74
1972-73
1971-72 Hörður Áskelsson
1970-71 Hörður Áskelsson
1969-70 Ingimundur Friðriksson
1968-69 Ingimundur Friðriksson
1967-68 Ingimundur Friðriksson
1966-67 Jósef Blöndal
1965-66 Jósef Blöndal
1964-65 Jóhannes Vigfússon/Jón Hlöðver/Haukur Heiðar