ENS523 á Bjargi
ENS523 á Bjargi

Síðastliðinn þriðjudag héldu nemendur í ENS523 út af örkinni og kynntu sér starfsemi Endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Bjargi. Áfanginn sem um ræðir er enska fyrir heilbrigðisgreinar en í honum felst m.a. að nemendur kynna sér starf heilbrigðisstétta á vettvangi. Hildur Hauksdóttir enskukennari fór með hópnum á vettvang og tók myndir.

Ragnheiður Sveinsdóttir sjúkraþjálfari á Bjargi tók á móti hópnum og sýndi honum stöðina og útskýrði fjölbreytt starf sjúkraþjálfara. Nemendur fengu að prófa þau tæki og tól sem sjúkraþjálfarar nota við störf sín og spurðu Ragnheiði spjörunum úr. Þetta var ánægjuleg og fróðleg heimsókn og kunnum við Bjargi bestu þakkir fyrir að taka á móti nemendum MA.

.