- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í náttúrulæsi hafa í þessari viku kynnt sér eitt og annað tengt sjó, fiski og fiskvinnslu, meðal annars farið í kynnisferð í frystihús ÚA, þar sem Kristján Sindri Gunnarsson leiddi bekkina í gegnum húsið og sýndi gamla og nýja tíma í fiskvinnslu. Nemendur kynntu sér sjómannalög, veltu fyrir sér þorski, jafnt utan sem innan, og síðast en ekki síst prófuðu þeir að flaka fisk undir leiðsögn Einars Sigtryggssonar og nýttu sér þá vinnu sína til að vinna verkefni um nýtingu með aðstoð og útreikningum Excel.