Verkefnavinna á Hólum
Verkefnavinna á Hólum

Skólastarf er nú komið í fullan gang eftir að busar hafa verið formlega teknir í nemendatölu og eru orðnir nýnemar. Inntöku nýnema var lokið á fimmtudag, en þá var busavígsla með margvíslegum þrautum, leikjum og verkefnum, úti og inni. Svo brá við að sólin lét aðeins í sig sjást meðan útileikir stóðu. Um kvöldið var haldið busaball í Kvosinni og tókst mjög vel til. Áður en dansinn hófst fóru fjórðubekkingar með nýnemabekki sína út að borða og dönsuðu síðan með þeim inn í skólaárið.

Í fyrstu vikunni var líka keyrt af stað á fullum krafti með Íslandsáfangann í 1. bekk. Fyrsta verkefnið var sameiginlegt öllum, kynnis- og efnisöflunarferð um skólahúsin, umhverfi hans og sögu ásamt heimavist og mötuneyti. Kennarar fylgdu hópunum og aðrir voru fyrir á tllteknum stöðvum og gáfu upplýsingar. Að sumu leyti var unnið úr þeim samdægurs en aðrar bíða síðari úrvinnslu.

Önnur kennsla er komin á góðan skrið og ríkir bjartsýni um skólaárið framundan.

Sverrir Páll tók fáeinar myndir í skólakynnisferð fyrstubekkinga í Íslandsáfanganum.

.