- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á MORGUN, miðvikudaginn 20. febrúar fáum við áhugaverða heimsókn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þaðan kemur kynningarfulltrúi frá New York University Abu Dhabi sem er útibú frá New York University (NYU) og er í tengslum við aðra skóla NYU. Skólinn býður upp á möguleika á námsstyrkjum til nemenda sem hægt er að sækja um þegar sótt er um skólann. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://nyuad.nyu.edu/
Þetta er nýtt fyrir okkur hér í Menntaskólanum að erlendur háskóli hafi samband til að fá að kynna starfsemi sína, hvað þá að einhver komi svona langt að. Við vonum þess vegna að sem flestir sjái sér fært að mæta á þessa kynningu á miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15:30 í stofu H9. Til að við höfum hugmynd um fjöldann sem kemur biður Karen námsráðgjafi ykkur um að senda sér póst (karen@ma.is) til að tilkynna þátttöku. Ég sendi svo út annan póst í næstu viku til að minna á og láta vita um staðsetningu á kynningunni.