Í dag fóru nemendur í 4. bekk T og U í heimsókn í Háskólann á Akureyri og síðar um daginn á ýmsar heilbrigðistengdar stofnanir og stöðvar.

Í Háskólanum á Akureyri kynntust þeir meðal annars ýmsu sem tengsit efnafræði og líftækni, og flestar myndirnar hér eru frá því. Þar sést meðal annars Jan Eric Jessen segja nemendum til, en hann kenndi einum bekk í MA á haustönn.

Eftir hádegi skiptust nemendur á nokkrar stöðvar, sumir kynntu sér fleira í Háskólanum, aðrir fóru til dæmis í Prómat, á nuddstofu og nokkrir kynntu sér sjúkraþjálfun á Eflingu. Þaðan er síðasta myndin, þar sem Þorhallur Guðmundsson er að ræða við gesti.

Sjá myndasyrpu.