- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur Valgerðar S. Bjarnadóttur í valgrein um afbrotafræði fóru í gær í heimsókn í Háskólann á Akureyri þar sem þeim var boðið að sitja í tíma. Þar tók Andrea Hjálmsdóttir aðjúnkt vel á móti hópnum, en umfjöllunarefni dagsins var vændi og mansal á Íslandi. Þetta var að sögn Valgerðar, sem tók meðfylgjandi myndir, skemmtileg og fræðandi heimsókn sem gaf nemendum örlitla innsýn í það sem fram fer á næsta skólastigi.